Íslenski boltinn

Baldur: Þeir fengu víti eins og alltaf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Baldur Sigurðsson ræðir við Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiksins, í kvöld.
Baldur Sigurðsson ræðir við Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiksins, í kvöld. vísir/anton brink
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ágætlega sáttur með stigið sem Garðbæingar fengu á Valsvellinum í kvöld.

„Það er alltaf gott að fá stig og sérstaklega á erfiðum útivelli. Við fengum mark á virkilega góðum tímapunkti og það hefði átt að duga til sigurs. Það er svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði þar sem við missum einbeitinguna í smá stund. En við virðum stigið,“ sagði Baldur.

Sjáðu mörkin úr leiknum með því að smella hér.

En hvernig fannst honum spilamennska Stjörnunnar í leiknum?

„Hún var góð. Við vissum að Valsararnir eru góðir hérna heima. Við reyndum að koma hátt á þá í byrjun og það gekk vel. Svo ná þeir upp sínu spili og þá þurftum við að falla niður. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið en þeir fengu víti eins og alltaf,“ sagði Baldur en Valur fékk einnig vítaspyrnu í bikarleiknum gegn Stjörnunni á Hlíðarenda. Baldur vildi þó ekki tjá sig nánar um vítaspyrnudóminn.

„Ég nenni ekki að tjá mig um það. En þetta er vaninn,“ sagði fyrirliðinn.

Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Stjarnan aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og fjærlægst toppliðin í Pepsi-deildinni.

„Við förum vel yfir hlutina fyrir hvern einasta leik. Það þarf eitthvað að gerast. Við þurfum að ná þremur stigum og það gefur okkur vonandi sjálfstraust,“ sagði Baldur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×