Innlent

Ekki talið að skútu hafi hvolft í Skerjafirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Viðbúnaðurinn var mikill við Skerjafjörð í gær.
Viðbúnaðurinn var mikill við Skerjafjörð í gær. vísir/jói k.
Mikill viðbúnaður var við Skerjafjörð í gær eftir að tilkynning barst um skútu á hvolfi í firðinum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu telur tilkynninguna hafa verið byggða á misskilningi.

„Það var engri skútu sem hvolfdi,“ sagði varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi í dag.

„Það fannst ekki neitt, við teljum að fólki hafi bara missýnst. Það er allt þarna í góðu.“

Tilkynning barst um skútu á hvolfi í Skerjafirði í gær. Tveir menn voru sagðir hafa sést ofan á kilinum en hvorki tókst að finna skútuna né mennina. Nú er talið að aldrei hafi verið um neina skútu að ræða.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sent á staðinn í gær sem og köfunarteymi, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar. Slökkviliðið var á sama tíma í óðaönn við að slökkva eld sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×