Innlent

47 erlendir ferðamenn slösuðust alvarlega í umferðinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Erlendum ökumönnum á þjóðvegum landsins hefur fjölgað mikið á síðustu árum.
Erlendum ökumönnum á þjóðvegum landsins hefur fjölgað mikið á síðustu árum. vísir/pjetur
Í fyrra slösuðust 223 erlendir ferðamenn í umferðinni, þar af 47 alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu í tilefni af Save Travel-deginum sem haldinn er í dag en það er átaksverkefni fyrir ferðafólk á Íslandi.

Samgöngustofa er sífellt að leita nýrra leiða til að auka fræðslu og þá sérstaklega til erlendra ökumanna. Efnið er aðgengilegt á íslensku á vef stofnunarinnar og líka á enskum hluta vefsíðunnar.

„Þetta fræðsluefni getur gagnast ferðafólkinu beint, en einnig ferðaþjónustunni til miðlunar og dreifingar til sinna viðskiptavina. Ökutækjaleigur hafa sérstaklega verið hvattar til að benda á þetta fræðsluefni. Öll dreifing hjálpar til við að bæta öryggi í umferðinni og þar með allra vegfarenda, ásamt því að auka líkur á að farartæki skili sér í heilu lagi,“ segir í tilkynningu Samgöngustofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×