Sport

Quelly: Gunnar hæfileikaríkastur í veltivigtinni og aldrei verið í betra formi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í mars og mætir næst Argentínumanni í Glasgow.
Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í mars og mætir næst Argentínumanni í Glasgow. vísir/getty
Gunnar nelson æfir nú stíft fyrir bardagann á móti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem fram fer í Glasgow í Skotlandi 16. júlí en hann verður aðalbardagi UFC-kvöldsins þar í landi.

Írinn Peter Queally, sem berst hjá Fight Nights Global-bardagasamtökunum í Rússlandi, er hér á landi þessa dagana og æfir með Gunnari. Quelly hefur unnið tíu af þrettán bardögum sínum í MMA og hjálpar nú Gunnari við undirbúninginn fyrir Glasgow.

Quelly er þekktur fyrir gríðarlegt þol í búrinu og lætur Gunnar því finna fyrir því bæði á róðrarvélinni og í búrinu þegar þeir takast á. Íranum líst mjög vel á Gunnar fyrir kvöldið í Glasgow.

„Hann lítur alltaf fáránlega vel út. Hann er alltaf jafnflottur. Við erum aðeins búnir að takast á í hverri viku og með hverju skiptinu verður hann skarpari og betri,“ segir Quelly í einkaviðtali við Pétur Marinó Jónsson hjá MMA-fréttum.

„Við erum að vinna mikið í þolinu hérna og ég held að Gunnar hafi aldrei verið í betra formi. Það verður hættulegt fyrir mótherja Gunnars ef hann er ekki bara með alla þessa hæfileika heldur líka í geggjuðu formi og ótæmanlegan bensíntank.“

„Hann er hæfileikaríkari en allir í veltivigtinni þannig ef hann er í góðu formi getur hann unnið alla,“ segir Peter Quelly.

Viðtalið við Quelly má sjá hér að neðan en umræðan um Gunnar hefst eftir 2:35

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×