Innlent

Arftaki Yngva ekki enn fundinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Vísir/Stefán
Ekki hefur verið auglýst eftir nýjum skólastjóra Menntaskólans í Reykjavík. Yngvi Pétursson, sem tók við starfi rektors árið 2001, tilkynnti á skólaslitum í lok maí að hann myndi hætta störfum.

Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu er málið í vinnslu innan ráðuneytisins og óljóst er hvenær verði auglýst eftir nýjum skólastjóra. Ef ekki verður búið að skipa nýjan skólameistara fyrir haustið þá gegnir einhver annar starfinu fyrir hann, til dæmis aðstoðarskólameistari, þar til nýr verður ráðinn. Ekki er gert ráð fyrir að það muni hafa nein áhrif á skólahald. Skólasetning verður 17. ágúst næstkomandi.

Yngvi Pétursson hafði starfað hjá skólanum frá því árið 1972 og var konrektor áður en hann varð rektor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×