Enski boltinn

Lewandowski mjög ósáttur hjá Bayern og gæti endað hjá Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robert Lewandowski var sjóðandi í vetur.
Robert Lewandowski var sjóðandi í vetur. vísir/getty
Robert Lewandowski, framherji Þýskalandsmeistara Bayern München, er mjög ósáttur hjá félaginu þessa stundina sem gæti hjálpað Chelsea við að landa honum í sumar en það leitar að mögulegum staðgengli Diego Costa.

Maik Barthel, umboðsmaður pólska framherjans, segir í viðtali við tímartið Kicker að Lewandowski sé brjálaður út í Carlo Ancelotti og þá sem koma að þýska meistaraliðinu fyrir að hjálpa sér ekki við að verða markakóngur í síðustu leikjum tímabilsins.

Bayern rústaði deildinni en Lewandowski skoraði 30 deildarmörk, einu minna en Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund. Þetta er eitthvað sem fer verulega í taugarnar á þeim pólska.

„Robert sagði mér að hann fékk engan stuðning frá þjálfaranum sem lét engan hjálpa honum í síðasta leiknum að verða markakóngur. Ég hef aldrei séð hann svona svekktan,“ segir Maik Barthel í Kicker.

Enskir fjölmiðlar hafa haldið því fram undanfarnar vikur að Lewandowski sé á lista hjá Chelsea en það sér hann sem staðgengil fyrir Diego Costa endi með því að sá spænski yfirgefi Brúnna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×