Innlent

Ofurölvi ferðamaður gisti fangageymslu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ferðamaðurinn var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu.
Ferðamaðurinn var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/GVA
Rétt rúmlega hálfeitt í nótt var lögreglu tilkynnt um erlendan ferðamann sem var ofurölvi á skemmtistað í miðbænum.

Að því er segir í dagbók lögreglu var maðurinn búinn að fá sér full mikið neðan í því og gat hvorki gert grein fyrir sér né hvar hann gisti. Hann var því fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum.

Klukkan 23:17 var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í Hafnarfirði. Kona var flutt á slysadeild með áverka í höfðinu en ekkert liggur fyrir um hver árásarmaðurinn er.

Þá var tilkynnt um eld á svölum íbúðarhúss í Grafarvogi klukkan 01:38. Lögreglan var komin á vettvang fimm mínútum síðar og klukka 01:46 var búið að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×