Fótbolti

Sigurður og Daði bikarmeistarar í Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þjálfararnir stoltir. Leikmenn liðsins komu og hengdu verðlaunapeningana sína á þá.
Þjálfararnir stoltir. Leikmenn liðsins komu og hengdu verðlaunapeningana sína á þá. mynd/daði rafnsson
Kvennalið JS Suning varð í morgun bikarmeistari í Kína en liðið er með með íslenska þjálfari.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, er þjálfari Suning og aðstoðarmaður hans er Daði Rafnsson.

Suning spilaði gegn Changsun og er óhætt að segja leikurinn hafi reynt á taugar áhorfenda og ekki síst þjálfaranna.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir framlengingu. Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar hafði lið Suning betur, 3-1, og íslensku þjálfararnir fögnuðu vel með sínum stúlkum eftir leik.

Það var frábær stemning eftir leik.mynd/daði rafnsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×