Lífið

Ný stikla fyrir Game of Thrones

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Beric Dondarrion með logandi sverð, spennandi!
Beric Dondarrion með logandi sverð, spennandi! skjáskot
Ný stikla fyrir nýjustu seríu Game of Thrones er farin í loftið og er óhætt að segja að aðdáendur mega eiga von á góðu.

Meðal þess sem fram kemur í stiklunni er Dyrhólaey, drekar, heljarinnar bardagar og setning frá Sönsu Stark, sem hefur fengið aðdáendur til að klóra sér í hausnum. „Stakir úlfar drepast en hópurinn lifir af.“

Hvað þýðir það? Það kemur í ljós í júlí.

Þá bregður fyrir heljarinnar bardaga þar sem sjá má Jon Snow og félaga ofan á ísilögðu bjargi. Er það úr hinum háleynilega bardaga sem tekinn var upp hér á landi og enginn veit hvað mun hafa í för með sér? 

Dyrhólaey á Suðurlandiskjáskot
Það verður að koma í ljós.

Þáttaröðin átti upphaflega að fara fyrr í loftið en dróst á langinn meðal annars vegna snjóleysis hér á Íslandi. Tafði það upptökur svo að frumsýningu var frestað.

Sjá einnig: Bakvið tjöldin við tökur á Game of Thrones: „Ísland eini staðurinn sem kemur til greina“

Tökuliðið var hér á ferð um miðjan janúar og fóru tökur meðal annars fram á Svínafellsjökli, í Reynisfjöru og við Jökulsárlón. Þetta var í fimmta skipti sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands.

Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í fjölda landa, þar á meðal á Stöð 2 á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×