Viðskipti innlent

Milljóna króna stimpilgjald en engin kaup

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Togari að veiðum. Myndin er erlend og sýnir ekki það skip sem um ræðir.
Togari að veiðum. Myndin er erlend og sýnir ekki það skip sem um ræðir. Vísir/AFP
Útgerðarfélag þarf að greiða rúmlega fjórar milljónir króna í stimpilgjald þrátt fyrir að ekki hafi orðið af kaupunum. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar. Ekki kemur fram í úrskurði nefndarinnar hvaða félag eða skip það er sem um er að ræða.

Í árslok 2015 seldi félagið skip úr landi fyrir tvær milljónir Bandaríkjadollara. Gefið var út afsal fyrir skipinu og það tekið af skipaskrá hér á landi. Samtímis útgáfu afsalsins var stimpilgjaldið greitt. Ekkert varð hins vegar af afhendingu skipsins þar sem fjármögnun kaupanda misfórst. Skipið var að endingu selt öðrum aðila í júní fyrir ári.

Útgerðin krafðist þess að fá fyrra stimpilgjaldið endurgreitt sökum þess að ekki hefði komið til afhendingar. Því var hins vegar hafnað með þeim rökum að afsal væri endanleg niðurstaða löggerninga milli aðila er varði yfirfærslu eigna. Stimpilgjald skuli greiða af eignatilfærslum. Afsalið þótti stimpilskylt og því þurfti að greiða af því stimpilgjald þrátt fyrir að samningurinn hefði ekki gengið eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×