Handbolti

Kiel vill semja við Gísla Þorgeir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gísli á ferðinni í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar gegn Val.
Gísli á ferðinni í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar gegn Val. vísir/eyþór
Þýska stórliðið Kiel er á höttunum eftir efnilegasta handboltamanni landsins, Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir sló í gegn með FH í úrslitakeppni Olís-deildarinnar á dögunum og Kiel er ekki eina félagið sem er að gefa honum auga.

„Við vitum af áhuga Kiel og höfum rætt við þá. Það er þó ekki búið að semja,“ segir Kristján Arason, faðir Gísla, en hann lék lengi með þjálfara Kiel, Alfreð Gíslasyni, í landsliðinu á sínum tíma.

Kristján segir að það liggi ljóst fyrir að Gísli mun spila í efstu deild hér heima næsta vetur. Hann gæti þó vel samið við erlent félag áður.

Ef af verður þá mun Gísli feta í fótspor annars FH-ings, Arons Pálmarssonar, sem fór til Kiel þegar hann var 19 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×