Erlent

Danskur ráðherra orðinn þreyttur á Facebook

Atli Ísleifsson skrifar
Søren Pind segir hingað og ekki lengra.
Søren Pind segir hingað og ekki lengra. Vísir/Getty
Ráðherra mennta- og rannsóknarmála í Danmörku, Søren Pind, hefur ákveðið að loka opinberum Facebook-reikningi sínum þar sem hann geti ekki samþykkt kerfi sem leitast eftir að gera hann sífellt háðari því.

Þetta skrifar Pind í færslu á samskiptamiðlinum í morgun. Hann er sá stjórnmálamaður Danmerkur sem hefur verið með hvað flesta fylgjendur á Facebook, eða rúmlega 42 þúsund.

Um páskana tók Pind það sem hann kallaði „föstu fyrir sálina“ þegar hann lét samfélagmiðla vera í nokkra daga. Sagði hann Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra hafa veitt sér innblástur en sá fastar af og til í hefðbundnum skilningi þess orðs.

Pind segir að sá tími sem fari í að vera inni á síðunni bæti ekki upp fyrir þá ánægju sem af því hlýst. Hann vilji ekki verða enn háðari kerfum sem hann hafi ekki áhuga á að vera hluti af.

„Ég les færri bækur. Ég skrifa færri samhangandi blogg og færslur,“ segir Pind um afleiðingar þess að vera á Facebook. Hann lýkur svo lýkur hann svo máli sínu á að þakka fylgjendum sínum. „Það vem samtími okkar þarf er samhengi og hægð, ekki sundrungu og hraða. En takk fyrir margra ára samræður. Þær hafa að stærstum hluta verið ánægjulegar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×