Enski boltinn

Swansea hafnaði tilboði Everton í Gylfa

Elías Orri Njarðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson visir/epa
Everton eru sagðir hafa lagt fram tilboð í Gylfa Þór sem hljóðaði upp á 27 milljónir punda en því var snögglega hafnað af forráðamönnum Swansea.

Gylfi sem skoraði 9 mörk og var með 13 stoðsendingar á síðasta tímabili og var aðalmaðurinn í liði Swansea en liðið endaði í 15. sæti með 41 stig.

Talið er að ásamt Everton sé gamla lið Gylfa, Tottenham Hotspur, einnig áhugasamt um að fá miðjumanninn flinka í sínar raðir. Tottenham mun spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og gæti það hjálpað þeim í að krækja í Gylfa.

Gylfi sem skrifaði undir fjögurra ára samning síðasta sumar hefur gefið það út að hann væri ekki á förum frá Swansea nema að þeir ákveði að selja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×