Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfir hundrað manns hafa leitað aðstoðar í Bjarkahlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, frá því að hún tók til starfa í byrjun mars.

Flest málin eru heimilisofbeldismál og þolendurnir konur. Verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir ljóst að mikil þörf var á úrræðinu, en mörg málanna sem koma inn á borð til þeirra hafa orðið grundvöllur sakamálaransóknar hjá lögreglu. Við fjöllum nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá ræðum við við forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem hefur í mörg ár þrýst á að rammalöggjöf um fjármálaeftirlit verði endurskoðuð, en ekki hefur verið brugðist við því. Við verðum líka á léttu nótunum og hittum skota á sjötugsaldri sem ætlar að ganga berfættur um hálendi íslands næstu fimm vikurnar, og segir það gefa sér einstaka jarðtengingu. Þá ræðum við við nýkrýndan landsmótsmeistara í pönnukökubakstri.

Þetta og margt fleira í fréttum á samtengndum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis á slaginu 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×