Fótbolti

RB Leipzig setur 70 milljóna punda verðmiða á Keïta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Naby Keïta sló í gegn með RB Leipzig á síðasta tímabili.
Naby Keïta sló í gegn með RB Leipzig á síðasta tímabili. vísir/epa
RB Leipzig, silfurlið þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur sett 70 milljóna punda verðmiða á gíneska miðjumanninn Naby Keïta. The Guardian greinir frá.

Liverpool hefur mikinn áhuga á Keïta sem sló í gegn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Gíneinn skoraði átta mörk og gaf sjö stoðsendingar í 31 deildarleik á síðasta tímabili.

Keïta hefur neitað að gera nýjan samning við RB Leipzig en hann á þrjú ár eftir af núgildandi samningi sínum við félagið.

Samkvæmt frétt The Guardian er Liverpool að íhuga 50 milljóna punda tilboð í Keïta. Óvíst er hvort félagið er tilbúið að bjóða meira í miðjumanninn öfluga.

Keïta, sem er 22 ára, kom til RB Leipzig frá systurfélaginu Red Bull Salzburg síðasta sumar. Þýska félagið borgaði 10 milljónir punda fyrir hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×