Enski boltinn

Liverpool vill fá Kylian Mbappé

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kylian Mbappe hefur verið líkt við Thierry Henry.
Kylian Mbappe hefur verið líkt við Thierry Henry. Vísir/Getty
Liverpool hefur áhuga á að fá til sín franska framherjann Kylian Mbappé frá Monaco en það telur ólíklegt að hann vilji fara til Englands. Þetta kemur fram á vef Sky Sports.

Liverpool er sagt fylgjast með gangi mála hjá ungstirninu en talið er að Real Madrid leiði kapphlaupið um Mbappé. Búist er við að hann verði dýrasti fótboltamaður sögunnar.

Arsenal og Paris Saint-Germain eru einnig áhugasöm um Mbappé sem spilaði frábærlega fyrir meistara Monaco á síðustu leiktíð og er kominn í franska landsliðið.

Monaco vill að sjálfsögðu halda leikmanninum en hann virðist staðráðinn í að fara. Mbappé hafnaði 900 prósent launahækkun hjá Monaco sem bauðst til að hækka launin hans úr 16.000 pundum á viku í 140.000 pund.

Þessi 18 ára gamli framherji skoraði 26 mörk og lagði upp önnur átta fyrir Monaco er liðið varð meistari á síðustu leiktíð og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×