Innlent

Laga skemmdir vegna mosakrots

Höskuldur Kári Schram skrifar
Mosakrotið er ekkert sérstaklega fallegt en Gunnar Arngrímur Birgisson tók þessa mynd á dögunum og vakti athygli á skemmdunum.
Mosakrotið er ekkert sérstaklega fallegt en Gunnar Arngrímur Birgisson tók þessa mynd á dögunum og vakti athygli á skemmdunum. Gunnar Arngrímur Birgisson
Landgræðsluhópur á vegum Orku náttúrunnar hóf í morgun lagfæringar á skemmdum vegna mosakrots í Litlu Svínahlíð í Grafningi. Verkefnastjóri segir talsvert um mosakrot á fleiri stöðum á landinu en það getur valdið óafturkræfum skemmdum.

Landgræðsluhópurinn hóf störf klukkan tíu í morgun en svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi rifið upp mosa á svæðinu til að búa til miður falleg orð og skilaboð.



Sjá einnig:
Ögrandi skilaboð skrifuð í mosa við Nesjavelli

Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku Náttúrunnar, sér um verkefnið.

Eru þetta miklar skemmdir?

„Já, þetta eru svona nokkur orð, kannski tíu orð, sem er búið að rífa úr og svo eru nokkur orð þar sem búið er að raða mosa ofan á annan mosa þannig að það ætti að vera fremur auðvelt að laga það,“ segir Magnea.

Svona skemmdir, eru þær slæmar fyrir gróðurinn?

„Já, þetta er slæmt fyrir gróðurinn vegna þess að þegar það er komin svona rás í mosann þá getur vatn runnið eftir rásinni og rifið með sér mold, mosa og annan gróður.“

Og raunverulega eyðilagt þá allt svæðið?

„Já, í raun og veru þar sem það getur smám saman skemmt út frá sér.“

Magnea segir talsvert um svona mosakrot á fleiri stöðum á landinu meðal annars við Liltu kaffistofuna og í Vífilfelli. Nýjum aðferðum, sem Magnea hefur verið að þróa, verður beitt til að lagfæra skemmdirnar.

„Þetta er aðferð sem ég hef verið að prófa mig aðeins áfram með. [...] Maður festir mosinn niður með því að setja inn í stafinn og þá nær hann að gróa saman með tímanum en það tekur nokkur ár að gróa alveg.“


Tengdar fréttir

Ögrandi skilaboð skrifuð í mosa við Nesjavelli

"Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við "send nudes“ og "life“ svo einhver séu nefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×