Viðskipti innlent

Vildi ekki lána Costco stæðin

Haraldur Guðmundsson skrifar
Costco hefur ekki keypt sælgæti af öðrum innlendum framleiðendum en Nóa Síríus.
Costco hefur ekki keypt sælgæti af öðrum innlendum framleiðendum en Nóa Síríus. vísir/ernir
Costco á Íslandi óskaði í vor eftir að fá að leigja bílastæði á lóð sælgætisgerðarinnar Góu við Garðahraun. Helgi Vilhjálmsson í Góu segir óljóst hvað Costco vildi gera við bílastæðin en telur líklegt að ætlunin hafi verið að bæta við stæðum fyrir starfsfólk verslunarinnar sem er í um eins kílómetra fjarlægð frá höfuðstöðvum Góu og KFC.

„Þessi verslun er komin hingað og verslar nú ekki mikið við íslensk fyrirtæki. Ég er svo sem ekki ósáttur við það og vil frekar selja hinum 500 búðunum. Að sparka svona í rassgatið á okkur og sýna okkur ekki lit og vilja svo fá bílastæðin hjá okkur. Þá fer maður að hlæja og spyrja: Hvar eru sérfræðingarnir?“ segir Helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×