Erlent

Þriðjungur nemenda ófær um háskólanám

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danskur lektor segir stærðfræðikunnáttu nemenda ábótavant.
Danskur lektor segir stærðfræðikunnáttu nemenda ábótavant. Vísir/Getty
Lektor við Kaupmannahafnarháskóla, Steen Laugesen Hansen, segir að þriðji hver nemandi sem hann kennir sé of latur og ófær um að nema við æðri menntastofnun, að því er greint er frá í frétt Kristilega Dagblaðsins.

Honum finnist oft eins og að nemendurnir hafi komist í gegnum framhaldsskóla án þess að nokkrar kröfur hafi verið gerðar til þeirra. Svo búist þeir við að hið sama gildi um háskólann. Þess vegna verði þeir fúlir og móðgaðir yfir því að falla á prófum hjá honum í stað þess að velta því fyrir sér hvað varð til þess að þeir féllu og hvernig þeir geti bætt sig.

Stærðfræðikunnáttu er einkum ábótavant, að sögn lektorsins. Hann skoðaði lokapróf í grunnskóla frá 2011. Helmingur nemanna gat ekki deilt með 6 í töluna 1.812 eftir níu ára skólagöngu. Samt hafi margir þeirra farið í framhaldsskóla. Lektorinn, sem kennir lífeðlisfræði, segir að færri en tíundi hver þeirra dýralæknanema sem hann kennir ráði við brotareikning og færri en annar hver kann prósentureikning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×