Erlent

Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nick Timothy var gagnrýndur fyrir aðild sína að stefnuyfirlýsingu Íhaldsflokksins fyrir nýafstaðnar kosningar í Bretlandi.
Nick Timothy var gagnrýndur fyrir aðild sína að stefnuyfirlýsingu Íhaldsflokksins fyrir nýafstaðnar kosningar í Bretlandi. Vísir/afp
Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi.

Í frétt BBC segir að May hafði verið vöruð við því að hún gæti mætt miklum erfiðleikum ef hún viki ráðgjöfunum tveimur ekki úr starfi.

Timothy sagðist viðurkenna ábyrgð fyrir aðild sína að stefnuyfirlýsingu Íhaldsflokksins sem var harðlega gagnrýnd af mörgum þingmönnum breska þingsins.

Í yfirlýsingu frá Hill sagðist hún hafa haft mikla ánægju af starfi sínu í ríkisstjórninni og að vinna með svo „framúrskarandi forætisráðherra“.

„Ég efast ekki um að Theresa May muni halda áfram að þjóna þjóðinni og leggja hart að sér sem forsætisráðherra – og gera það skínandi vel,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Ríkisstjórn May stendur veikum fótum

Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins.

Útlit fyrir öruggan sigur Íhaldsins

Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar.

Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP

Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×