Körfubolti

Tap í síðari leiknum gegn Írum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hildur Björg í landsleik, en hún var stigahæst í kvöld.
Hildur Björg í landsleik, en hún var stigahæst í kvöld. vísir/ernir
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði síðari æfingarleiknum gegn Írlandi í Dublin í kvöld, en lokatölur urðu fimmtán stiga sigur Íra, 74-59. Ísland vann fyrri leik liðanna í gær.

Írland byrjaði af miklum krafti og náði strax góðri forystu, en heimastúlkur leiddu 24-11 eftir fyrsta leikhluta og staðan var 40-26 í hálfleik.

Í síðari hálfleiknum var svipað uppi á teningnum og Írarnir voru sterkari í þetta skiptið og lokatölur eins og áður segir, 74-59.

Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði fimmtán stig og var stigahæst, en hún gekk í raðir Breiðabliks á dögunum. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom næst með tíu stig, en Þóra Kristín Jónsdóttir átti einnig góðan leik (sjö stig, þrjú fráköst, fjórar stoðsendingar).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×