Enski boltinn

Man. United borgar 3,8 milljarða núna en gæti þurft að borga milljarð í viðbót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Lindelof.
Victor Lindelof. Vísir/Getty
Manchester United hefur nú náð samkomulagi við Bendfica um kaup á sænska miðverðinum Victor Lindelof.

United mun borga portúgalska félaginu 35 milljónir evra eða 3,8 milljarða íslenskra króna en sú upphæð gæti þó hækkað.  Sky Sports segir frá.

Ef Victor Lindelof stendur sig hjá Manchester United og nær ákveðnum árangurstengdum lágmörkum þá gæti þessi upphæð hækkað um 10 milljónir evra eða rúman milljarð í íslenskum krónum.

Victor Lindelof á eftir að ganga frá sínum persónulega samningi við Manchester United og þá á hann einnig eftir að standast læknisskoðun.

Jose Mourinho ætlaði sér að styrkja liðið í miðvarðarstöðunni í sumar og eftir á blaði voru Lindelof, Michael Keane og Virgil van Dijk.

Hinn 22 ára gamli Lindelof hefur verið lengi inn í myndinni hjá Manchester United. Hann kom til Benfica árið 2011 og byrjaði hjá unglingaliði félagsins en hann hefur alls leikið 73 sinnum fyrir aðalliði félagins.

Lindelof vann sér sæti í liðinu tímabilið 2015-16 og hefur hjálpað Benfica að vinna þrjá af fjórum stærstu titlinum undanfarin tvö tímabil.

Benfica er þannig að missa tvo lykilmenn úr vörninni sem fékk aðeins á sig 18 mörk í 34 deildarleikjum á síðasta tímabili því portúgalska félagið hefur þegar selt brasilíska markvörðinn Ederson Moraes til Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×