Enski boltinn

Guardiola aðalmaðurinn í mótmælum í Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guardiola á mótmælunum í gær.
Guardiola á mótmælunum í gær. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, var mættur til heimaborgar sinnar, Barcelona, í gær til þess að tala við stóran hóp af mótmælendum sem vill að Katalónía fái sjálfstæði.

Í ræðu sinni hvatti Guardiola alla borgarbúa til þess að taka þátt í kosningu um málið þann 1. október.

„Við munum kjósa þó svo spænska ríkið vilji það ekki. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Guardiola ákveðinn.

Nýjustu kannanir leiða í ljós að meirihluti Katalóníubúa myndi hafna sjálfstæðiskröfu en afar jafnt er á munum. Guardiola og fleiri sem vilja sjálfstæði trúa því að þeir geti fengið fleiri um borð í sitt skip.

Hátt í 50 þúsund manns mættu til þess að hlýða á Guardiola og fleiri menn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×