Enski boltinn

Hart ekki komin með nein tilboð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hart í leik með Torino.
Hart í leik með Torino. vísir/getty
Framtíðin er óráðin hjá markverðinum Joe Hart sem er samningsbundinn Man. City en á ekki framtíð hjá félaginu.

Hart spilaði síðasta vetur með Torino á Ítalíu en City lánaði hann til félagsins. Hann fer væntanlega ekki aftur þangað.

Er City keypti Claudio Bravo í fyrra var ekki lengur pláss fyrir Hart og með komu Ederson Moraes frá Benfica, sem var keyptur á metfé, er ljóst að félagið hefur ekkert með Hart að gera.

Hart hefur ekki áhyggjur af því að City ætli að reyna að fá of mikinn pening fyrir hann. Aftur á móti hafa tilboðin látið á sér standa.

„Ég þarf að byrja á því að fá tilboð og ef þau koma get ég skoðað mín mál. Ég er enginn krakki lengur. Ég er þrítugur maður sem þarf stöðugleika. Ég get ekki kastað öllu frá mér og stokkið á lán eins og 17 ára krakki,“ sagði Hart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×