Enski boltinn

Kínverjar vilja kaupa Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fær Mike Ashley tilboð núna sem hann sættir sig við?
Fær Mike Ashley tilboð núna sem hann sættir sig við? vísir/getty
Kínverskt fjárfestingafélag hefur sýnt áhuga á að kaupa Newcastle United af Mike Ashley.

Nokkrir erlendir aðilar hafa sett sig í samband við Ashley síðustu vikur og sýnt félaginu áhuga. Mesti áhuginn kemur þó frá Kóna.

Ashley hefur áður reynt að selja félagið en ekki enn fengið tilboð sem hann getur sætt sig við. Svo snérist honum hugur og sagðist ekki ætla að selja fyrr en Newcastle hefði unnið titil í hans eigendatíð.

Það gladdi stuðningsmenn félagsins ekkert sérstaklega mikið enda er Ashley afar umdeildur og margir hafa viljað sjá hann fara síðustu ár.

Newcastle komst aftur upp í úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fari svo að Kínverjarnir kaupi félagið þá munu Kínvverjar eiga tvö lið í ensku úrvalsdeidinni en kínverskir fjárfestar eiga einnig WBA.

B-deildarliðin Aston Villa, Birmingham og Wolves eru líka með kínversku eigendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×