Lífið

Margt leynist í laufinu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Smádýralífið er áhugavert, eins og þessir krakkar vita.
Smádýralífið er áhugavert, eins og þessir krakkar vita. Mynd/Jón Örn Guðbjartsson
Það verður örugglega margt forvitnilegt á vegi okkar í Elliðaárdalnum því gaman er að skoða pöddur í algeru návígi og margt leynist í laufinu. Við ætlum inn í skóginn og niður að vatninu,“ segir Jón Örn Guðbjartsson, almannatengill í Háskóla Íslands, þegar forvitnast er um rannsóknaferð sem lagt verður í klukkan 17 í dag frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal til að skoða skordýr.

„Lisa Anne Libungan, doktor frá HÍ og sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, verður fararstjóri en auk þess mun fjöldi líffræðinema ganga um svæðið með fólki og hjálpa því að greina skordýrin,“ segir Jón Örn og bætir við að vísindafólkið verði með búnað sem einfaldi leit og hjálpi til að fanga smádýrin. Í þessa göngu sé frábært fyrir fólk að hafa með sér stækkunargler og ekki sé verra að vera í vaðstígvélum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×