Lífið

Yfir fjörutíu þúsund manns séð Ég man þig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mjög drungarleg kvikmynd.
Mjög drungarleg kvikmynd.
Nú hafa yfir 40 þúsund manns séð kvikmyndina Ég man þig en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Kvikmyndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Yrsu Sigurðardóttur í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Handrit er eftir Ottó Geir Borg, Óskar Þór Axelsson og Yrsu Sigurðardóttur.

 Í aðalhlutverkum eru Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þór Kristjánsson.



Ég man þig 
fjallar um ungt fólk sem fer til Hesteyrar að gera upp hús um miðjan vetur en fer fljótlega að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×