Fótbolti

Enn leita menn svara við íslenska fótboltaundrinu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, svaraði spurningum í þættinum.
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, svaraði spurningum í þættinum. mynd/skjáskot
Frá því íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst á EM 2016 í Frakklandi hefur heimsbyggðin leitað svara við því hvernig rétt ríflega 300.000 manna þjóð getur náð svona afburða árangri í fótbolta karla og kvenna.

Fjölmiðlaumfjöllunin var ævintýralega í kringum Evrópumótið en sjónvarpsmenn stærstu íþróttaþátta heims eru enn að velta þessum ótrúlega árangri Íslands fyrir sér.

Gillette World Sport er einn vinsælasti og stærsti íþróttaþáttur heims en hann var hér á landi fyrr í mánuðinum og sýndi innslag um grasrótina í íslenskum fótbolta. Þar var rætt við Þorlák Árnason, þjálfara U17 ára liðs karla, og Jóhann Birni Guðmundsson, yfirþjálfara Keflavíkur og fyrrverandi landsliðsmann.

Þeir fóru yfir allt það góða sem gert er fyrir börnin þegar þau byrja í boltanum og hvað við þurfum að gera til að taka næsta skref í afreksþjálfun.

Þetta fræðandi og skemmtilega innslag má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×