Lífið

Forsetinn tók þátt í Freeze the Nipple á Öræfajökli

Jakob Bjarnar skrifar
Lækna-Tómas, Forsetinn og aðrir kátir leiðangursmenn á Öræfajökli í gjörningi sem fengið hefur heitið Freeze the Nipple.
Lækna-Tómas, Forsetinn og aðrir kátir leiðangursmenn á Öræfajökli í gjörningi sem fengið hefur heitið Freeze the Nipple.
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir, sem þekktur hefur verið í umræðunni á Íslandi sem Lækna-Tómas til frekari aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, hefur leyft vinum sínum á Facebook að fyljast með mikilli göngu góð hóps á Hvannadalshnjúk. Sem væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema vegna þess að með í för var Guðni Th. Jóhannesson, forseti hins íslenska lýðveldis.

Tómas birti mynd af hópnum þar sem hver og einn hefur klætt sig úr að ofan, nema reyndar forsetinn sem þarf stöðu sinnar vegna að gæta alls velsæmis. Og lætur glaðbeitt skilaboð fylgja:

„Fjallalífverðir forsetans kæla á sér líkamann (freeze the nipple að hætti FÍFL) kl 08 að morgni á sléttu Öræfajökuls (1900 m hæð). Hvannadalshnjúkur í baksýn en hann toppaði forsetinn í fyrsta skipti á miðnætti nóttina áður. Ekki ónýtt að hitta á besta veður nokkru sinni á þessum magnaða stað þegar forsetinn er á ferð.“

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndi er forsetinn sá eini sem ekki lætur sig hafa það að fara úr að ofan. Hann tók þannig, á sinn hátt, þátt í „Freeze the Nipple“ gjörningnum, þó hann væri ekki eins kræfur og kátir fjallalífverðir hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×