Lífið

Brutu gítara á Hard Rock

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg hefð.
Skemmtileg hefð.
Mikil tónlistarveisla var haldin um helgina þegar Hard Rock Café Reykjavik opnaði formlega. Mikið fjölmenni var við hátíðina þar sem margir af bestu tónlistarmönnumn landsins spiluðu.

Hátíðin hófst við taflborðið í Lækjargötu þar sem S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur, Högni Sigurðsson, einn eigenda Hard Rock, Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri staðarins, og þeir Antonio Bautista og Anibal Fernandes, frá höfuðstöðvum  Hard Rock í Orlando brutu gítara sem er gömul hefð hjá Hard Rock um allan heim þegar nýr staður opnar.

Þá var mikil tónlistarveisla bæði úti og inni þar sem Gus Gus, Ásgeir Trausti, Mugison og Bubbi spiluðu fyrir gesti og héldu uppi frábæru stuði og sáu um að búa til mikla tónleikaveislu fyrir fjölda gesta sem lögðu leið sína í Hard Rock.

Að auki sáu Dj Gullfoss og Geysir um að þeyta skífur á staðnum. Að sjálfsögðu voru bornar fram veitingar af mareiðslumeisturum staðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×