Enski boltinn

Jóhann Berg spilar við Chelsea í fyrsta leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chelsea á titil að verja.
Chelsea á titil að verja. vísir/getty
Nú í morgun var gefin út leikjataflan fyrir næsta vetur í enska boltanum og meistarar Chelsea byrja á heimaleik gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley.

Enska úrvalsdeildin mun renna af stað helgina 12. og 13. ágúst. Það eru því innan við tveir mánuðir í að enski boltinn hefjist á ný.

Fyrsti heimaleikur Tottenham á Wembley verður gegn Chelsea þar sem Spurs tapaði fyrir Chelsea í bikarnum fyrir ekki svo löngu síðan.

Fari svo að Gylfi Þór Sigurðsson verði áfram í herbúðum Swansea þá mun hann byrja á útileik gegn Southampton sem er eitt þeirra liða sem hefur áhuga á honum. Hann gæti því hugsanlega byrjað á leik gegn Swansea ef hans mál enda þannig.

Hér að hægt að sjá leikjatöfluna hjá öllum liðum deildarinnar.

Fyrsta umferðin:

Arsenal v Leicester City

Brighton and Hove Albion v Manchester City

Chelsea v Burnley

Crystal Palace v Huddersfield Town

Everton v Stoke City

Manchester United v West Ham United

Newcastle United v Tottenham Hotspur

Southampton v Swansea City

Watford v Liverpool

West Bromwich Albion v Bournemouth

Lokaumferðin:

Burnley v Bournemouth

Crystal Palace v West Bromwich Albion

Huddersfield Town v Arsenal

Liverpool v Brighton and Hove Albion

Manchester United v Watford

Newcastle United v Chelsea

Southampton v Manchester City

Swansea City v Stoke City

Tottenham Hotspur v Leicester City

West Ham United v Everton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×