Lífið

Tökur á Islandia fara vel af stað á Spáni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Von á góðu efni frá Segovia.
Von á góðu efni frá Segovia.
Tökur eru hafnar á myndinni Islandia og fara þær fram á Spáni. Að myndinni koma fimmtíu manns að aukaleikurum meðtöldum.

Aðaltökustaður myndarinnar er gamalt fangelsi sem er staðsett í Segovia, fjallabæ á Spáni norður við Madrid. Um er að ræða stuttmynd en samt sem áður er hún stór í sniðum.  

Þóra Karítas Árnadóttir fer með aðalhlutverkið í Islandia en sagan fjallar um unga konu sem lendir í hremmingum erlendis og endar í fangelsi.

Eydís Eir Björnsdóttir leikstýrir og arCus films framleiðir ásamt meðframleiðanda Salasfilmsworks. Hér að neðan má sjá myndir frá tökunum.

Fangelsið á Spáni.
Tökur hafa gengið vel.
Þóra Karitas fer með aðalhlutverkið í myndinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×