Enski boltinn

Ekki lengur í tísku að reka stjórann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger hefur setið lengst allra stjóra á Englandi og ekkert fararsnið á honum.
Wenger hefur setið lengst allra stjóra á Englandi og ekkert fararsnið á honum. vísir/getty
Starf knattspyrnustjóra á Englandi er ekki öruggasta starf sem hægt er að sinna en það er að verða öruggara.

Sjö stjórar voru reknir í ensku úrvalsdeildinni síðasta vetur og það er rúmlega helmingsfækkun frá tímabilinu á undan þar sem fimmtán stjórar fengu sparkið.

Sjö reknir er næstlægsta talan í ensku úrvalsdeildinni síðustu fimm ár þannig að þolinmæði félaganna virðist vera að aukast.

Það virðist líka eiga við allar deildirnar á Englandi þar sem fjórtán færri voru reknir í efstu fjórum deildum Englands heldur en leiktíðina á undan. Færri voru reknir í öllum deildunum.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur setið lengst í starfi eða í tæp 21 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×