Lífið

Baggalútur með lag fyrir niðurbrotna djammara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Baggalútar þegar sveitin lék fyrir fullu húsi á jólatónleikum sínum árið 2014.
Baggalútar þegar sveitin lék fyrir fullu húsi á jólatónleikum sínum árið 2014. vísir/ernir
Hljómsveitin Baggalútur gaf í dag frá sér nýtt lag og myndband á Facebook-síðu sinni en sveitin er þekkt fyrir skemmtilegan húmor og hnyttinn lög.

„Vitið þið bara hvað? Hér er glæsplunkunýtt lag, sem heitir einfaldlega GRENJA. Hlustið, dansið og lærið! Sérlegur gestur er Salka Sól,“ segir í tilkynningu frá Baggalúti.

Sveitin Baggalútur er í dag helst þekkt fyrir árlegu jólatónleika sína en nú er loks komið út nýtt lag frá þessum snillingum.

Hér að neðan má hlusta og horfa á nýja lagið frá þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×