Enski boltinn

Everton búið að gera Pickford að þriðja dýrasta markverði sögunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pickford stóð sig vel með Sunderland á síðasta tímabili þótt liðið hafi fallið.
Pickford stóð sig vel með Sunderland á síðasta tímabili þótt liðið hafi fallið. vísir/getty
Everton hefur gengið frá kaupunum á markverðinum Jordan Pickford frá Sunderland.

Kaupverðið er 25 milljónir punda en gæti hækkað upp í 30 milljónir punda sem myndi gera Pickford að dýrasta leikmanni í sögu Everton.

Hinn 23 ára gamli Pickford skrifaði undir fimm ára samning við Everton sem endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra.

Pickford var gott tímabil með Sunderland í vetur þrátt fyrir að liðið hafi fallið. Hann lék 29 deildarleiki á síðasta tímabili.

Pickoford er uppalinn hjá Sunderland en var lánaður til fjölda liða áður en hann var gerður að aðalmarkverði Sunderland.

Aldrei hefur félag borgað jafn mikið fyrir breskan markvörð og Everton fyrir Pickford. Hann er jafnframt þriðji dýrasti markvörður sögunnar á eftir Ederson og Gianluigi Buffon.

Pickford hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands og þá hefur hann verið valinn í A-landsliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×