Lífið

Veifaði seðlunum í beinni á Facebook og var handtekinn í kjölfarið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frekar misheppnað.
Frekar misheppnað.

Í Jacksonville í Flórída átti sér stað heldur óvanalegt atvik á dögunum þegar Breon Hollings, 22 ára Bandaríkjamaður, ákvað að fara í beina útsendingu á Facebook.

Hollings var með fullt af seðlum á sér og gekk í raun útsendingin út á það að hann var að monta sig á fjárhagslegri stöðu sinni.

Þegar leið á myndbandið kom fljótlega í ljós að lögreglan var mætt fyrir utan húsið hans og var hann vinsamlegast beðinn um að gefast upp.

Hollings var að lokum handtekinn fyrir vörslu fíkniefna en inni í íbúð hans fannst töluvert magn af kókaíni, oxycodone-töflum og önnur fíkniefni. Magnið var það mikið að ljóst var að efnið var til sölu.

Hér að neðan má sjá myndbandið.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira