Enski boltinn

Morata-sagan lengist því Real vill ríflega tíu milljarða fyrir framherjann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Morata fagnar í leik með Real.
Morata fagnar í leik með Real. vísir/getty
Enn þykir mjög líklegt að Álvaro Morata, framherji Real Madrid, gangi í raðir Manchester United í sumar en þessi lengsta félagaskiptasaga sumarsins á eftir að lengjast enn frekar.

Enska blaðið The Independent greinir frá því í morgun að Real Madrid vill fá 78 milljónir punda fyrir framherjann eða ríflega tíu milljarða íslenskra króna.

Manchester United er ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir Spánverjann án þess að hugsa sig um og því mun ekkert gerast í þessum málum fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku, að sögn blaðsins.

Álvaro Morata, sem er 24 ára gaall, skoraði fimmtán mörk í 26 leikjum fyrir Real Madrid á síðustu leiktíð en hann er uppalinn hjá spænska risanum. Hann skoraði mikið af mörgum miðað við fjölda mínútna.

Morata spilaði í tvær leiktíðir með Juventus en náði hvorugt tímabilið að skora yfir tíu mörk í ítölsku A-deildinni. Hann skoraði þó mikilvæg mörk í Meistaradeildinni sem komu Juventus í úrslitaleikinn árið 2015.


Tengdar fréttir

Man. Utd búið að bjóða í Morata

Umboðsmaður spænska framherjans Alvaro Morata hjá Real Madrid hefur greint frá því að Man. Utd sé búið að gera tilboð í leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×