Lífið

Lúxushótelið í Höfðaturni: Gwyneth Paltrow bauðst bryti og meðskokkari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega flott hótel.
Ótrúlega flott hótel.
Árið 2009 opnaði Höfðatorgsturninn og á 20. hæðinni þar er að finna lúxus-hótelið Tower Suites og var hótelið til umfjöllunar í þættinum Ísland í sumar á Stöð 2 í gærkvöldi.

Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason mætti þá í heimsókn til Jóhannesar Ásbjörnssonar sem tók kappann í skoðunarferð. Á hótelinu eru átta herbergi en í suðurvængnum eru þrjár svítur og í norðurvængnum eru fimm svítur. Mögulegt er að bóka allan vænginn og þá hefur maður eina álmu út af fyrir þig á hótelinu.

Jóhannes segir að það sé nokkuð algengt að hópar bóki hreinlega alla hæðina og því átta svítur.

„Við höfum fengið töluvert af gestum frá Mið-Austurlöndum og þá eru oft hóparnir það stórir að þeir taka alla hæðina,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson.

Hann segir að Gwyneth Paltrow hafi gist í Bláfjallasvítunni á hótelinu og hafi hún verið hér á landi með börnunum sínum. Allir gestir fá góða aðstoða frá brytanum Bjarna á hótelinu og einnig er hægt fá meðskokkara til að hlaupa með um Reykjavík.

Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hótelið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×