Lífið

Skyndibitasérfræðingur Íslands í skýjunum á Solstice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fór af stað í gærkvöldi í Laugardalnum og heppnaðist fyrsta kvöldið ljómandi vel.

Hátíðin fer fram á Valbjarnarvellinum og víðsvegar um Laugardalinn. Meðal þeirra sem koma fram á Secret Solstice í ár eru Chaka Khan, Foo Fighters, Richard Ashcroft, The Prodigy, Foreign Beggars, Rick Ross, Big Sean, Anderson .Paak & The Free Nationals, Young M.A og einnig rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum.

Á svona stóru svæði eins og á Secret Solstice má finna ótal marga matarvagna þar sem gestir hátíðarinnar geta fengið sér í svanginn. Vísir fékk Friðrik með sér í lið til að mæta á hátíðarsvæði Secret Solstice og taka út matinn á svæðinu. Ákveðið var að fara aðeins í matarvagna sem kannski færri Íslendingar þekkja.

Friðrik Dór var á sínum tíma með sjónvarpsþáttinn Sósa og Salat á Stöð 2 en þátturinn gekk út á það að Frikki heimsótti mismunandi skyndibitastaði og fékk að smakka. Hann þekkir því þetta hlutverk vel.

Hér að neðan má sjá niðurstöðuna hjá skyndibitasérfræðingi Íslands og hér að ofan má sjá sérstakan Vísis útgáfu af þættinum Sósa og Salat, en hann var tekinn upp á Secret Solstice í Laugardalnum í dag. Stefán Árni Pálsson var með í för ásamt Einari Árnasyni, tökumanni 365, og fengu þeir báðir einnig að smakka kræsingarnar. 

Einkunnargjöf Frikka Dór:

Takk Taco – 4 stjörnur

Tuddinn – 4 stjörnur

Reykjavík Chips - Vanhæfur

Lobster Hut – 5 stjörnur

Salmon Wagon – 4,5 stjörnur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×