Innlent

Lögreglueftirför endaði með umferðaróhappi

Kjartan Kjartansson skrifar
Ökumaður bifreiðar reyndi að stinga lögreglumenn af þegar þeir gáfu honum stöðvunarmerki í Reykjavík eftir miðnætti í nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn hafi ekið af Vesturlandsvegi inn á Höfðabakka, Stekkjarbakka og í Kópavog þar sem aksturinn var stöðvaður eftir umferðaróhapp.

Við eftirförina hunsaði ökumaðurinn öll umferðarlög, virti umferðarmerki að vettugi, ók yfir á rauðu ljósi auk þess sem hann var á 140 km/klst, þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. Þá olli hann eignatjóni í umferðaróhappinu sem batt enda á eftirförina.

Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur án réttinda og vörslu fíkniefna. Hann var að lokinni sýnatöku vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×