Innlent

Götulokanir í Hafnarfirði töfðu fyrir slökkviliði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Slökkviliðið að störfum í Hafnarfirði.
Slökkviliðið að störfum í Hafnarfirði. Vísir
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Strandgötu í Hafnarfirði í dag. Um minniháttar eld var að ræða sem hafði þegar slökknað þegar slökkviliðið bar að garði. Eldurinn kom upp við óhapp við eldamennsku. Götulokanir gerðu slökkviliðinu erfiðara um vik að komast að húsinu. Nokkrum götum var lokað í dag vegna hátíðarhalda í tilefni þjóðhátíðardagsins.

Nokkrum götum var lokað í miðbæ Hafnarfjarðar í dag vegna hátíðarhalda í tilefni þjóðhátíðardagisns. Sigurbjörn Guðmundsson, vaktstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að lokanirnar hafi torvelað aðgengi slökkviliðsins að fjölbýlishúsinu.

Hann segir upplýsingagjöfina um götulokanir í Reykjavík hafa verið góða en eitthvað hafi vantað upp á hana í Hafnarfirði.

Reykræsta þurfti íbúðina en eldurinn kom upp við óhapp við eldamennsku. Engum varð hins vegar meint af.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×