Innlent

Segir dómsmálaráðherra seka um lýðskrum með viðbrögðum sínum við máli Roberts Downey

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hæstaréttarlögmaður segir dómsmálaráðherra seka um lýðskrum með viðbrögðum sínum við máli Roberts Downey. Hann segir Robert hafa leitað sér aðstoðar til sálfræðings og að hann eigi rétt áöðru tækifæri eins og aðrir eftir afplánun dóms.

Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra.

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, flutti kröfuna um lögmannréttindi Roberts, fyrir dómi. Fyrir héraðsdómi lagðist ríkissaksóknari gegn því að Robert fengi lögmannsréttindi sín á ný. Þá mælti lögmannafélag Íslands ekki m eð því að Robert fengi réttindi sín. Jón Steinar segir að það sé óréttlátt sem og viðbrögð almenning en því en því hefur verið haldið fram að óeðlilegt sé að Robert geti tekið að sér verjendastörf eða störf réttargæslumanns í kynferðisbrotamálum.

„Þetta eru málflutningsréttindi sem hann er að fá aftur sem tengjast ekkert þessum ömurlegu brotum sem hann framdi á sínum tíma,“ segir Jón Steinar og bætir við að Robert eigi rétt á að fá annað tækifæri enda hafi hann unnið í sínum málum. „Hann til dæmis fór til sálfræðings og það eru til vottorð um það í málinu að hann hafi leitað sér slíkrar aðstoðar og það virðist hafa gengið mjög vel. Athugaðu það að hann er búin að ganga hér laus í mörg mörg ár og er ekkert búin að brjóta af sér. Hann brýtur ekkert frekar af sér þó hann fái lögmannsréttindi,“ segir Jón Steinar.  

Þá er Jón Steinar mjög gagnrýnin á orð Sigríðar Á Anderssen, dómsmálaráðherra, um að henni finnist koma til greina að skoða það sérstaklega að undanskilja tiltekin brot uppreist æru.

„Þeir sem stjórna þjóðfélaginu og eru hér í ábyrgðarstöðu mega ekki gerast sekir um svona lýðskrum og segja bara eitthvað því þeir halda að það falli í kramið hjá fólki. Auðvitað er þetta bara þannig að menn sem brjóta af sér á þessu sviði þeir hljóta bara sína dóma og þeir geta verið þungið eftir atvikum, þetta var nú þungur dómur miðað við brotin og allir sem töldu það, og þegar þeir eru búnir að afplána þá eigum við að gefa þeim kost á að finna leiðina til baka,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður.

Uppfært

Síðustu ummæli Jóns Steinars eiga einnig við um forseta Ísland, Guðna Th Jóhannessen, í viðtali á dögunum en ekki einungis um dómsmálaráðherra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×