Handbolti

Þjóðverjar fóru taplausir í gegnum undankeppnina

Elías Orri Njarðarson skrifar
Andre Scmid, leikmaður Sviss, átti góðan leik í dag.
Andre Scmid, leikmaður Sviss, átti góðan leik í dag. visir/epa
Þremur leikjum er nú lokið í undankeppni EM í handbolta 2018.

Pólland fékk Rúmena í heimsókn til Gdansk í hörkuleik sem endaði 32-31 heimamönnum í vil. Pólverjar voru yfir með sex marka forskot 19-13 í fyrri hálfleik. Markahæstur hjá Póllandi var Arkadiusz Moryto með 10 mörk úr 11 skotum en hjá Rúmenum var það Cristian Fenici markahæstur með 5 mörk.

Pólland endar neðst í sínum riðli sem eru gríðarleg vonbrigði fyrir þá en Pólland endaði í 4.sæti á Ólympíuleikunum í Rio 2016.

Þjóðverjar mættu Sviss og unnu öruggan sjö marka sigur í Bremen, 29-22. Sviss fóru með eins marks forskot í hálfleik, 12-13, en Þýskaland sýndi styrk sinn og unnu öruggan sigur.

Markahæstur Þjóðverja var Marcel Schiller, vinstri skytta Göppingen, með 7 mörk í 7 skotum en hjá gestunum í Sviss var það Andre Schmid, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, sem fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 10 mörk fyrir gestina úr 15 skotum.

Evrópumeistar Þjóðverjar unnu alla sína leiki í sínum riðli og ætla sér að verja titilinn í janúar.

 

Hvíta-Rússland mættu Serbum í Minsk og leikurinn endaði með 27-27 jafntefli eftir að heimamenn höfðu verið yfir 13-10 í hálfleik. Markahæstur heimamanna var Andrei Yurynok með 7 mörk í 9 skotum en hjá gestunum var það Petar Djordjic markahæstur með 9 mörk úr 13 skotum.

Hvít-Rússar enduðu fyrir ofan Serba í riðlinum, liðin eru jöfn að stigum en Hvít-Rússar eru með betri markatölu og hreppa þeir því efsta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×