Innlent

Forseti Íslands prufukeyrir nýtt öndunarmælingartæki

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hollvinasamtök Reykjalundar hafa safnað fyrir og gefið Reykjalundi, endurhæfingarstofnun, nýtt öndunarmælingartæki af fullkomnustu gerð. Gamla öndunarmælingartækið var orðið tuttugu ára gamalt og ónothæft. Undanfarin ár hafi læknar stofnunarinnar því orðið að senda sjúklinga sína á Landspítalann í öndunarmælingar þrátt fyrir að þar sé mikið álag fyrir.

Afhendingin fór fram við sjötíu manna athöfn á Reykjalundi þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var heiðursgestur. Hann þáði öndunarmælingu í þessu nýja tæki.

Haukur Leósson, formaður hollvinasamtaka Reykjalundar, veitti Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, gjöfina að viðstöddum gestum. Á meðal þeirra var heilbrigðisráðherra Óttar Proppé, Haraldur Sverrison bæjarstjóri Mosfellsbæjar og velunnarar Reykjalundar.



Viðbragð við niðurskurði í fjárframlögum ríkisins

Í tilkynningu frá Hollvinasamtökum Reykjalundar segir að félagið hafi verið stofnað 2. nóvember 2013 vegna þess að stofnunin hafi átt undir verulegt högg að sækja síðan fjárframlög ríkisins voru skorin niður við efnahagshrunið 2008. Þau gagnrýna það að ekki sé búið að auka við fjárframlögin þrátt fyrir batnandi efnahagsástand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×