Lífið

Myndir frá þriðja degi Solstice: Hátíðargestir létu rigninguna ekki á sig fá

Atli Ísleifsson skrifar
Andri Marinó

Hátíðargestir á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal létu rigninguna ekki á sig fá á þriðja degi hátíðarinnar í gær.

Fjölmargir listamenn stigu þar á stokk, meðal annars Foreign Beggars, KSF, Aron Can og The Prodigy.

Andri Marinó, ljósmyndari 365, var á staðnum og smellti af nokkrum myndum af tónlistarmönnum og hátíðargestum sem sjá má að neðan.


Tengdar fréttir

Íbúar í Laugardalnum ósáttir við gæslumál Secret Solstice

Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni "það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira