Innlent

Flottir hundar í Grímsnesinu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hundurinn Snorri Sturluson í Grímsnes og Grafningshreppi vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann því hann er sirkushundur sem gerir allskonar kúnstir með eiganda sínum. Tíkin Bríet stelur þó alltaf athyglina frá Snorra vegna útlitsins.

Elín Lára Sigurðardóttir býr á Borg í Grímsnesi á fjóra hunda. Hún er hundaþjálfari og segir hundana gegna stóru hlutverki í lífi sínu enda allir miklir vinir hennar. Hún segir mun auðveldara að eiga stóra hunda heldur en litla og hefur kennt þeim allskonar hlýðniæfingar.

Magnús Hlynur heimsótti hundafjölskylduna á dögunum, en sjá má fréttina í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×