Bílar

Porsche vann Le Mans í 19. sinn

Finnur Thorlacius skrifar
Porsche fagnar sigrinum í Le Mans um helgina.
Porsche fagnar sigrinum í Le Mans um helgina.

Enn eina ferðina stóð Porsche efst á palli eftir hinn árlega sólarhringskappakstur í Le Mans. Var þetta í 19 sinn sem Porsche hefur sigur í þessum erfiða akstri í Frakklandi og nú þriðja árið í röð. Toyota veitti sem fyrr bílum Porsche mesta keppni og höfðu forystu fyrstu 10 klukkutíma keppninnar.

Kúplingsvandræði í þeim Toyota bíl sem hafði þá forystuna urðu til þess að Porsche hafði sigur nú sem oft áður. Margir bílar bæði féllu úr leik og þurftu að dvelja löngum stundum í bílskúrunum vegna bilana og riðlaðist röð fremstu bíla nokkuð.

Porsche bíllinn sem hafði sigur nú náði forystunni þegar aðeins tveir klukkutæimar voru eftir af keppninni og lét forystuna ekki eftir það með ökumanninn Timo Bernhard við stýrið. Aðrir ökumenn bílsins voru Brendon Hartley og Earl Bamber.

Niðurstaða Toyota bílanna sem virtist vera þeir hröðustu í keppninni framanaf var grátleg, en bilanir og árekstrar komu í veg fyrir sigur Toyota nú eins og í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira