Vilja byggja tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 14:45 Rósa vill byggja yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði, tvo frekar en einn. Gert er ráð fyrir 300 til 400 milljónum króna til verkefnisins á næstu fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira