Enski boltinn

Aðeins einn úr byrjunarliðinu í Zagreb er ekki valinn núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theodór Elmar Bjarnason í leik með landsliðinu.
Theodór Elmar Bjarnason í leik með landsliðinu. Vísir/Getty
Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliðinu þegar Ísland mætti Króatíu í Zagreb í nóvember síðastliðnum en hann kemst ekki í hópinn fyrir seinni leikinn sem fer fram eftir níu daga.

Ísland tapaði 2-0 fyrir Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb 12. nóvember síðastliðinn en Króatar náðu með því þriggja stiga forystu á Ísland þegar fimm umferðir eru að baki í riðli liðanna í undankeppni HM 2018.

Theodór Elmar er eini leikmaðurinn sem byrjaði inná í Zagreb sem er ekki valinn núna en þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason koma báðir aftur inn eftir meiðsli eftir að hafa misst af síðasta verkefni.

Hinir byrjunarliðsmennirnir á  Maksimir-leikvanginum 12. nóvember 2016 voru þeir: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kári Árnason, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson sem eru allir í hópnum sem var tilkynntur í dag.

Theodór Elmar Bjarnason var tekinn af velli á 75. mínútu í leiknum og inn kom Arnór Ingvi Traustason sem er í hópnum núna.

Theodór Elmar var með á China Cup í janúar en þetta annað landsliðsverkefnið í röð þar sem hann er utan landsliðshópsins. Theodór Elmar spilar með danska liðinu AGF og hjálpaði á dögunum liðinu að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni.

Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var spurður út í fjarveru Theódórs Elmars á blaðamannafundi í dag.  „Það eru komnir nýir menn og svo eru aðrir sem eru komnir inn eftir meiðsli og þá þurfa aðrir að víkja,“ svaraði Heimir.




Tengdar fréttir

Aston Villa hjálpaði Heimi með Birki

Heimir Hallgrímsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að landsliðsþjálfarinn hafi fengið góða hjálp frá enska félaginu Aston Villa við að það að gera Birki Bjarnason leikfæran fyrir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM.

Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×