Innlent

Bifhjólamaður féll eftir að ær hljóp í veg fyrir bifhjólið

Anton Egilsson skrifar
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Eyþór
Rétt fyrir klukkan níu í morgun varð umferðaróhapp á Hvalfjarðarvegi en bifhjólamaður féll í götuna eftir að ær hljóp í veg fyrir bifhjólið. Minniháttar meiðsli voru hjá ökumanni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þá var einn aðili handtekinn í Kópavogi laust fyrir klukkan átta í morgun vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Annar aðili var handtekinn í Breiðholti um klukkan hálf níu grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og var sá jafnframt sviptur ökuréttindum.

Laust fyrir klukkan hálf tíu var lögregla kölluð til að heimili í Hafnarfirði en þar var piltur illa haldinn eftir ofneyslu á fíkniefnum. Pilturinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×